4.7.2012 | 09:28
Svar við grein Guðna Ágústssonar
Svar við grein Guðna Ágústssonar
Guðni Ágústsson, fyrrv.ráðherra, skrifar undarlega grein í Mbl. s.l. þriðjudag í tilefni af fundi Samtaka atvinnulífsins fyrir skömmu um gjaldeyrishöftin. Ígreininni fjallar Guðni ekkert um fundarefnið heldur er megintilgangur hans aðala á tortryggni í garð lífeyrissjóða og ranghugmyndum um heimildir og getu þeirra til leiðréttinga og niðurfellinga", eins og það er nefnt, vegna lána til sjóðfélaga.
Með lævísum hætti lætur hann í það skína að það sé eingöngu viljaleysi stjórnenda lífeyrissjóðanna að lán sjóðanna séu ekki leiðrétt eða felld niður". Guðna virðist ekki átta sig á því að allir
fjármunir sem fara frá almennu sjóðunum í annað en lífeyri leiða til skerðingar á bótagreiðslum sjóðfélaga. Þá virðist hann kæra sig kollóttan um að stjórnendur sjóðanna hafa enga heimild til að gefa eftir innheimtanlegar kröfur og skerða á þann hátt eign sjóðfélagana. Lagasetning um slíkar afskriftir á
eignum lífeyrissjóðanna stæðist ekki stjórnarskrána sem verndar eignaréttinn. Samt skuli sjóðirnir, sem hann líkir við vel fóðraðar ær, gefa eftir kröfur. Krafa Guðna, og þeirra sem eru sömu skoðunar og hann, þýðir að lífeyrisþegar eiga að greiða niður lán sem eru þeim flestum algerlega óviðkomandi
Guðni virðist vera einn af þeim furðulega mörgu sem virðast ekki gera sér grein fyrir að
fjármunir almennu lífeyrissjóðanna eru sparnaður sjóðfélaga til greiðslu lífeyris. Kannski liggur þessi misskilningur Guðna í því að hann hefur sjálfur greitt í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, ráðherradeild, en sá sjóður er með ríkisábyrgð. Það kann að vera að sá raunveruleiki sé þeim framandi og illskiljanlegur sem búa við sérkjör í lífeyrisréttindum, sem
þeir hafa sjálfir úthlutað sér af almannafé.
Fyrir ekki svo mörgum árum bætti Alþingi lífeyriskjör fyrrum stjórnmálamanna, á kostnað skattborgarana, sem voru algerlega úr takt við almenn kjör landsmanna. Guðni tók fullan þátt í þeirri afgreiðslu sem þingmaður og ráðherra. Það verður því að teljast nokkur kokhreysti af mönnum sem bera ábyrgð á einna verstu mismunun samtímans í landinu og sérhagsmunagæslu í sína þágu gagnvart almenningi geri kröfur um að almennir lífeyrisþegar, sem farnir eru af vinnumarkaði, greiði niður
skuldbindingar fólks sem enn aflar tekna á vinnumarkaði. Hvaða fórnir eru slíkir sérkjaramann reiðubúnir að færa í þágu skuldugra heimila? Fróðlegt væri að fá svör við því.
Þá virðist Guðni algjörlega vera búinn að gleyma frumvarpi sem hann flutti með Finni Ingólfssyni fyrir nokkrum árum þess efnis að færa lífeyrissjóðina á silfurfati til bankanna. Illa væri nú komið fyrir
almenningi þessa lands, ef frumvarp þeirra félagar Guðna og Finns hefði náð fram að ganga á Alþingi
Íslendinga. Vert væri að efni þessa makalausa frumvarps rifjað upp hér í blaðinu síðar ef tilefni gefst til. Á meðan ætti Guðni að snúa sér að öðrum viðfangsefnum heldur en að sá tortryggni í garð almennu lífeyrissjóðanna.
Árni Þormóðsson
Birt í Mbl. 24.05.12
4.7.2012 | 00:25
Undarleg jafnaðarmennska
Undarleg
jafnaðarmennska.
Það er undarleg jafnaðarmennskan í Samfylkingunni og Vinstri grænum. Í fréttaviðtali á RÚV 12.05 setur Helgi Hjörvar, alþingismaður, þá kröfu að lífeyrissjóðir gefi eftir fjármuni sem þeir hafa lánað sjóðfélögum gegn veðum í eignum sem lántakar eiga ekki. Steingrímur J. ítrekar þessa kröfu
í þingræðu 15.05. Þetta er krafa um ólögmæta eignaupptöku lífeyrissparnaðar sjóðfélagana. Sem þýðir að lífeyrisþegar nútíðar og framtíðar eiga að greiða niður lán sem eru þeim flestum algerlega óviðkomandi. Með þessu vilja jafnaðarmenn láta tiltekinn hóp manna, ekki þjóðina alla, gjalda fyrir ástand sem rekja má til óstjórnar ríkisstjórna, sem m.a. þessir jafnaðarmenn bera að hluta ábyrgð á og óþarft er að rekja hér. Helgi Hjörvar og Steingrímur J. og félagar þeirra, eru reyndar ójafnaðarmenn, sem vilja fénýta eigur fólks, lífeyrisþega, sem ekki hafa möguleika á öðrum tekjum en lífeyrinum á ævikvöldinu, í þágu fólks sem flest er á vinnumarkaði, væntanlega enn um langa framtíð. Með þessari kröfu er ekki verið að hirða um hag þeirra sem veikasta stöðu hafa til tekjuöflunar.
Það eru furðulega margir sem virðast ekki gera sér grein fyrir að fjármunir lífeyrissjóða eru sparnaður sjóðfélaga til greiðslu örorku- og ellilífeyris. Allt tap og afskriftir fjármuna lífeyrissjóðanna þýðir lækkun á lífeyrisgreiðslumtil sjóðfélaga. Ávöxtun sjóðanna og verðtrygging þeirra er nauðsynleg til að þeir geti greitt sjóðfélögum lífeyri, sem er nálægt raunvirði iðgjalda sem sjóðfélagar greiddu til sjóðanna á starfsævinni, þegar þar að kemur.
Almennu lífeyrissjóðirnir eru verðtryggðir að því leyti sem þeir ávaxta fé sitt með verðtryggðum
útlánum, en 1979 var með lögum heimiluð verðtrygging lána. Fyrir þann tíma var óheimilt að verðtryggja lán. Þá eyddust fjármunir í óðaverðbólgu. Það var því almenn krafa sjóðfélaga og verkalýðsfélaga, á þeim tíma, að lífeyrissjóðirnir væru verðtryggðir. Frá 1980 hafa lífeyrissjóðirnir nær eingöngu lánað verðtryggð lán. Hefði verðtryggingin ekki verið tekin upp hjá lífeyrissjóðunum þá
væru þeir í dag ófærir um að greiða nema hluta þess lífeyris sem þeir greiða í
dag. Er það ástand sem menn vildu sjá í dag?
Í umræðunni um afleiðingar hrunsins" er oft ráðist á verðtrygginguna sem einn mesta bölvald skuldugs almennings vegna mikilla krónutöluhækkana fjárskuldbindinga. Oft skuldbindinga sem eigin hús og annarra voru veðsett fyrir án þess að lánsfjárhæðin væru öll notuð til öflunar húsnæðis. Gjarnan er litið framhjá því að lánveitandinn þurfi að fá raunvirði þess sem hann lánaði til baka.Ella væri hann að tapa fjármunum.Verðlækkun fasteigna frá yfirverði æðis uppsveiflunnar" eiga ekki sérstaklega að leiða til lækkunar á kjörum lífeyrisþega. Sé pólitískur vilji til að greiða niður lán þeirra sem tóku lánsveð fyrir lánum sínum er réttast að það sé gert af skattreiðendum almennt. Stjórnmálamenn ræða lítið um orsakirástandsins í þjóðfélaginu. Þeir reyna að láta sem svo að verðbólgan sé einhverskonar náttúrulögmál. Óviðráðanleg og þeir hafa jafnan haft lag á því að kenna einhverju öðru en eigin getuleysi um það sem miður fer í þjóðfélaginu. En það er nú samt svo að öll vandræði íslenska þjóðfélagsins í dag eru á ábyrgð stjórnmálanna í landinu fyrr og síðar. En með því að ráðast sérstaklega að kjörum lífeyrisþega eins og fyrirhugað er bæta stjórnarflokkarnir enn einu hneykslinu við skömm sína.
Árni Þormóðsson
Birt í Mbl. 19.05.12
3.7.2012 | 23:32
Umsögn til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis
29.11.11
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.
Samkvæmt boði nefndarinnar til almennings um
að gefa umsögn og gera athugasemdir við frumvarp Stjórnlagaráðs að
stjórnarskrá, leyfi ég mér að gera eftirfarandi athugasemdir og
breytingartillögur:
Stjórnlagaráð skilaði Alþingi frumvarpi að stjórnarskrá fyrir íslenska lýðveldið, fullkomnu
að mati ráðsins. Frumvarpinu fylgdu efnismiklar greinargerðir og skýringar
vegna frumvarpsins. Hin mikla vinna sem lögð var í margs konar upplýsingaöflum
og greinargerðir við gerð frumvarpsins hefur að mínu mati litlu skilað til
rökstuðnings á nauðsyn nýrrar stjórnarskrár. Reyndar fer því fjarri að sýnt
hafi verið fram á knýjandi nauðsyn sé á
stjórnarskrárbreytingum. Nokkrir stjórnlagaráðsmenn hafa komið fram í viðtalsþáttum
í ljósvakafjölmiðlum og skrifað greinar í blöð, þar sem þeir fjalla um starf
ráðsins og tillögu þess að nýrri stjórnarskrá. Þeir láta sem ráðið hafi unnið
mikið afrek með því að samþykkja samhljóða frumvarp að nýrri stjórnarskrá.
Ýmsir láta er eins og frumvarpið, ef það verður samþykkt, breyti
stjórnmálaumhverfinu og jafnvel leysi þjóðina undan valdasjúkum og spilltum
stjórnmálamönnum og því slæma stjórnkerfi sem öllu haldi í greipum sínum. Mér
sýnist að ekkert sé í frumvarpi stjórnlagaráðsins sem heftir möguleika á
spillingu eða breyti yfirleitt nokkru um spillingu í þjóðfélaginu, verði það
samþykkt. Samþykkt þessa frumvarps breytti sáralitlu um stjórnmál og
stjórnkerfi landsins. Þó er ljóst að það ylli óvissu um fjölmargt sem nú er í
föstum skorðum. Mitt mat er það að þeir sem sömdu þetta frumvarp, og halda því
fram að um gott verk sé að ræða, sýni mikla sjálfumgleði og barnaskap.
Skilningur þeirra á vandamálum þjóðfélagsins virðist afar takmarkaður ef þeir
álíta að í þessu plaggi þeirra felist lausn á einhverju yrði það samþykkt. Þá
hefur komið í ljós að ráðsmenn virðast ekki allir hafa sama skilning á hvað
einstakar greinar frumvarpsins þýða. Og einhverjir lesa eitthvað annað úr
frumvarpinu en orðanna hljóðan segir. Þar á ég við viðtal við Eirík Bergmann í
útvarpi vegna þingsetningarræðu forseta Íslands. Reyndar
tel ég þetta frumvarp Stjórnlagaráðs sýna ótvírætt að lítil ástæða er til að
breyta gildandi stjórnarskrá og enn minni ástæða var til að láta þetta
Stjórnlagaráð semja frumvarp að stjórnarskrá. Að sjálfsögðu má breyta gildandi
stjórnarskrá en ekkert rak á eftir stórtækum breytingum. Í gildandi
stjórnarskrá eru ákvæði sem mæla fyrir um hvernig stjórnarskránni skulu breytt.
Eftir því átti að fara. Margt mætti um Stjórnlagaráðið segja en ég læt nægja að
benda á að það mun vera krafa Stjórnlagaráðsins að þjóðaratkvæði verði um
frumvarpið áður en Alþingi fær það til meðferðar. Sú atkvæðagreiðsla, ef af
yrði, væri í andstöðu við anda núgildandi stjórnarskrár og í raun brot á henni.
Þannig sýnir Stjórnlagaráðið núverandi stjórnskipulagi og Alþingi óvirðingu og
yfirgang. Það vill hafa lagareglur að engu við að berja sitt í gegn. Að ekki sé
talað um þá hótun, a.m.k. einstaklinga innan þess, að stofna stjórnmálaflokk
verði ekki farið að vilja þess um þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi
fjallaði um frumvarpið.
Breytingartillögur og athugasemdir mínar eru skrifaðar skáletraðar inn í frumvarp Stjórnlagaráðs
hér á eftir.
Frumvarp:
I. kafli. Undirstöður
1.
grein. Stjórnarform
Ísland er lýðveldi með þingræðisstjórn.
Breytingartillaga.Greinin verði
svohljóðandi:
Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.
Íslenska er tungumál lýðveldisins. Á Alþingi skal aðeins töluð íslenska. Öll þingskjöl, lög,
reglugerðir, tilskipanir og opinberar tilkynningar frá stjórnvöldum eru á
íslensku og öllum aðgengilegar. Lýðveldið tekur til Íslands alls ,hafsbotns
landgrunnsins umhverfis Ísland og hafsins á landgrunninu. Allar námur sem eru á
hafsbotninum eða kunna að verða þar og undir honum ásamt dýrum í hafinu innan
200 mílna efnahagslögsögu Íslands, eru eign lýðveldisins Íslands. Eign, eða
umráð yfir landinu og hafinu innan 200 mílna lögsögu, og réttindi utan þeirrar
lögsögu, má aldrei láta úr eigu eða umráðum lýðveldisins. Rétti til nýtingar
sjávardýra í hafinu innan 200 mílna lögsögu lýðveldisins eða réttinda á hafi og
hafsbotni utan þeirrar lögsögu eða náma undir eða á hafsbotninum er ráðstafað
með lögum frá Alþingi."
Athugasemd:
Nauðsynlegt að
tryggja stöðu íslensku sem opinbers tungumáls þjóðarinnar. Fjölmargar ástæður
eru til þess. M. a. Sífelld aukning samskipta við útlönd og fjölgum íslendinga
af erlendum uppruna. Einnig er nauðsynlegt að umráðasvæði lýðveldisins sé
markað í stjórnarskrá.
2. grein. Handhafar ríkisvalds
Alþingi fer með löggjafarvaldið í
umboði þjóðarinnar. Forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld fara með
framkvæmdarvaldið. Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið.
Breytingartillaga. Greinin verði
svohljóðandi:
Alþingi og
forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið í umboði
þjóðarinnar. Dómstólar fara með
dómsvaldið.
Athugasemd:
Forseta Íslands er í tillögu stjórnlagaráðsins, í
60. gr., falið það hlutverk að staðfesta lög sem Alþingi hefur samþykkt eða
synja um staðfestingu, sbr. tillögu stjórnlagaráðsins.Það fer því betur á að 2.
greinin verði eins og ég legg til.
Íslenskt landsvæði er eitt og óskipt. Mörk íslenskrar landhelgi, lofthelgi og
efnahagslögsögu skulu ákveðin með lögum.
Breytingartillaga: Vísast til 1. greinar.
Óþörf grein.greinin falli niður þar sem
greinin fjallar um yrði í 1. gr.
Rétt til íslensks ríkisfangs öðlast þeir sem eiga foreldri með íslenskt
ríkisfang. Ríkisborgararéttur verður að öðru leyti veittur samkvæmt lögum.
Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti.
Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður
honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til
landsins og dveljast hér, svo og fyrir hvaða sakir sé hægt að vísa þeim úr
landi.
Breytingartillaga:
Inn í greinina komi á eftir:
Rétt til íslensks ríkisfangs : öðlast þeir sem við
fæðingu eða eru innan 18 ára aldurs eiga foreldra með íslenskt ríkisfang.
Athugasemd:
Þeir sem koma til landsins og fá íslenskt ríkisfang geta verið fullorðnir einstaklingar sem eiga fullorðin börn öðrum
löndum. Þau börn geta mörgum ástæðum verið óæskilegir innflytjendur, t.d. verið
fíklar og glæpamenn. Ekki á að vera sjálfgefið að fullorðin börn innflytjenda fái
ríkisfang með foreldrum sínum.
5. grein. Skyldur borgaranna
Stjórnvöldum ber að tryggja að allir fái notið þeirra réttinda og þess
frelsis sem í þessari stjórnarskrá felast.
Allir skulu virða stjórnarskrá þessa í hvívetna, sem og þau lög, skyldur og
réttindi sem af henni leiða.
Breytingartillaga:
Greinin verði svohljóðandi:
Allir skulu njóta þeirra réttinda sem þessi stjórnarskrá veitir"
Athugasemd:
Hvað er átt við með greininni eins og ráðið leggur til að hún sé? Þetta virðast vera orðin tóm og eiga ekkert erindi í stjórnarskrá. Aðrar greinar frumvarpsins fjalla um réttindi borgaranna. Greinin er
óþörf. Óþarft er að taka það fram að borgarar njóti þeirra réttinda sem
stjórnarskrá kveður á um að menn njóti. Auk þess er vafasamt að nota
orðið"tryggja" í þessu sambandi. Stjórnvöld geta aðeins tryggt að þau sjálf
brjóti ekki á borgurunum.
II. kafli. Mannréttindi og
náttúra
6. grein. Jafnræði
Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án mismununar,
svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar,
kynhneigðar, kynþáttar, litarháttar, skoðana, stjórnmálatengsla,
trúarbragða, tungumáls, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
7. grein. Réttur til lífs
Allir hafa meðfæddan rétt til lífs.
Breytingartillaga: Greinin falli niður
Athugasemd:
Greinin virðist orðagjálfur eitt og því á að
fella hana niður eða orða hana skýrar.
8. grein. Mannleg reisn
Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki
mannlífsins skal virtur í hvívetna.
Breytingartillaga:
Greinin verði svohljóðandi:
Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu."
Athugasemd:
Greinin virðist orðin tóm.Óskýrt er hvað er
átt við. Gert er ráð fyrir því í
greininni að tryggður sé réttur til að lifa með reisn. Erfitt er að sjá hvernig
slíkt má tryggja samkvæmt venjulegum skilningi á orðinu að tryggja eitthvað.Eins og greinin er í tillögu
ráðsins er greinin orðin tóm.
9. grein. Vernd réttinda
Yfirvöldum ber ætíð að vernda borgarana gegn mannréttindabrotum, hvort
heldur sem brotin eru af völdum handhafa ríkisvalds eða annarra.
Breytingartillaga:
Fella greinina niður
Athugasemd:
Greinin er óþörf. Aðrar greinar fjalla um efni hennar. Er það rökrétt að setja það í stjórnarskrá að yfirvöld verndi borgana fyrir sjálfum sér?Fjölmörg lög eru í gildi sem verja margvísleg
réttindi borgaranna og lögregla hefur það hlutverk að vernda borgarana og
samfélagið fyrir lögbrotum.
10. grein. Mannhelgi
Öllum skal tryggð mannhelgi og vernd gegn hvers kyns ofbeldi, svo sem
kynferðisofbeldi, innan heimilis og utan.
Breytingartillaga:
Greinin falli niður.
Athugasemd: Hvernig á að tryggja að menn verði ekki fyrir árásum innan heimila eða utan. Lög eru til um viðbrögð
við slíku. Vísast til aths. Við 9. gr.
11. grein. Friðhelgi einkalífs
Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu
skal tryggð.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns. Þrátt fyrir ákvæði fyrstu málsgreinar má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.
Athugasemd
Breytingartillaga við 8. grein er með sömu meiningu og þessi. Hvernig á að tryggja friðhelgi...?Menn hafa ráðist inn á heimili og spillt friðhelgi þeirra. Einnig inn á Alþingi. Allir skulu njóta
friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
12. grein. Réttur barna
Öllum börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra
krefst.
Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru
ákvarðanir í málum sem það varðar.
Barni skal tryggður réttur til að tjá skoðanir sínar í öllum málum sem það varðar og skal tekið réttmætt tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska.
Athugasemd:
Er ekki vafasamt að hafa ákvæði í stjórnarskrá sem ávallt hafa verið deiluefni og verða ávallt deiluefni og við framkvæmd eftirlit og aðhalds er engin ein og rétt aðferð eða kenning til. Það sem þessi grein fjallar um er verkefni löggjafans.
13. grein. Eignarréttur
Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Eignarrétti fylgja skyldur, svo og takmarkanir í samræmi við lög.
14. grein. Skoðana- og tjáningarfrelsi
Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eiga rétt á að tjá
hugsanir sínar.
Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Þó má setja tjáningarfrelsi skorður með lögum til verndar börnum, öryggi, heilsu, réttindum eða mannorði annarra, svo sem nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi. Stjórnvöld skulu tryggja aðstæður til opinnar og upplýstrar umræðu. Óheimilt er að skerða aðgang að netinu og upplýsingatækni nema með úrlausn dómara og að uppfylltum sömu efnisskilyrðum og eiga við um skorður við tjáningarfrelsi.Hver og einn ber ábyrgð á framsetningu skoðana sinna fyrir dómi.
Athugasemd:
Hvernig eiga stjórnvöld að tryggja aðstæður til opinnar og upplýstrar umræðu? Er það með því að reka
ljósvakafjölmiðla, netfyrirtæki, prentsmiðjur og blaðaútgáfu? Eiga slíkar kvaðir að mega vera í stjórnarskrá?
15. grein. Upplýsingaréttur
Öllum er frjálst að safna og miðla upplýsingum.
Stjórnsýsla skal vera gegnsæ og halda til haga gögnum, svo sem fundargerðum,
og skrásetja og skjalfesta erindi, uppruna þeirra, ferli og afdrif. Slíkum gögnum má ekki eyða nema samkvæmt lögum. Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og
skal með lögum tryggja aðgang almennings að öllum gögnum sem opinberir aðilar safna eða standa straum af. Listi yfir öll mál og gögn í vörslu hins opinbera, uppruna þeirra og innihald, skal vera öllum aðgengilegur. Söfnun, miðlun og afhendingu gagna, geymslu þeirra og birtingu má aðeins setja skorður með lögum í lýðræðislegum tilgangi, svo sem vegna persónuverndar, friðhelgi einkalífs, öryggis ríkisins eða lögbundins starfs eftirlitsstofnana. Heimilt er í lögum að takmarka aðgang að vinnuskjölum enda sé ekki gengið lengra en þörf krefur til að varðveita eðlileg starfsskilyrði stjórnvalda. Um gögn sem lögbundin leynd hvílir yfir skulu liggja fyrir upplýsingar um ástæður leyndar og takmörkun leyndartíma.
16. grein. Frelsi fjölmiðla
Frelsi fjölmiðla, ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og gegnsætt eignarhald skal tryggja með lögum.
Vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara skal tryggja í lögum. Óheimilt er að rjúfa nafnleynd án samþykkis þess sem veitir upplýsingar nema við meðferð sakamáls og samkvæmt dómsúrskurði.
17. grein. Frelsi menningar og mennta
Tryggja skal með lögum frelsi vísinda, fræða og lista.
18. grein. Trúfrelsi
Öllum skal tryggður réttur til trúar og lífsskoðunar, þar með talinn
rétturinn til að breyta um trú eða sannfæringu og standa utan trúfélaga.
Öllum er frjálst að iðka trú, einslega eða í samfélagi með öðrum, opinberlega eða á einkavettvangi. Frelsi til að rækja trú eða sannfæringu skal einungis háð þeim takmörkunum,
sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi.
19. grein. Kirkjuskipan
Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða
synjunar.
20. grein. Félagafrelsi
Öllum skal tryggður réttur til að stofna félög í löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess.
Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna
almannahagsmuna eða réttinda annarra.
Breytingartillaga: Í stað orðanna:
Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds." komi:
Félag má leysa upp ef dómstólar hafa úrskurðað að það eigi aðild að ólöglegri starfsemi".
Athugasemd: Augljóst er að nauðsynlegt getur verið að heimilt sé að leysa upp félög sem eru sönn að því að stunda ólöglega starfsemi eða félagar þeim, sameiginlega eða í hópum stunda glæpastarfsemi.
21. grein. Fundafrelsi
Öllum skal tryggður réttur til að safnast saman án sérstaks leyfis, svo sem
til fundahalda og mótmæla. Réttur þessi skal ekki háður öðrum takmörkunum
en þeim sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu
þjóðfélagi.
22. grein. Félagsleg réttindi
Öllum skal með lögum tryggður réttur til lífsviðurværis og félagslegs
öryggis.
Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til almannatrygginga og
félagslegrar aðstoðar, svo sem vegna atvinnuleysis, barneigna, elli, fátæktar,
fötlunar, veikinda, örorku eða sambærilegra aðstæðna.
Athugasemd:
Réttara er að bæta inn orðinu jafn" inn fyrir framan tryggður"vegna þess að ávallt verður umdeilanlegt hvernig almannatryggingum skuli háttað og getu þjóðfélagsins til slíkra trygginga sé mikill.
23. grein. Heilbrigðisþjónusta
Allir eiga rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki
sem unnt er.
Öllum skal með lögum tryggður réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og
fullnægjandi heilbrigðisþjónustu.
Breytingartillaga:
Fyrri setningin falli niður og í seinni setningunni verði orðinu jafn" bætt inn fyrir framan réttur til...
Athugasemd :
Er ekki ávallt umdeilanlegt hvað unnt er að tryggja og gera í heilbrigðismálum? Og að njóta að hæsta marki!Hvað merkir það í raun?
24. grein. Menntun
Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Öllum þeim, sem skólaskylda nær til, skal standa til boða menntun ánendurgjalds. Menntun skal miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýninni hugsun og vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur.
Athugasemd:
Að tryggja öllum rétt til menntunar og fræðslu við sitt hæfi er orðalag sem unnt er að teygja út og suður. Hvernig eiga lögin að vera til að þau standist stjórnarskrána? Þarna eiga að vera ákvæði sem
tryggja landsmönnum jafnan rétt samkvæmt þeim lögum sem gilda.
25. grein. Atvinnufrelsi
Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þau kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum ef almannahagsmunir krefjast. Í lögum skal kveða á um rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða, svo sem hvíldar, orlofs og frítíma. Öllum skal tryggður réttur til sanngjarnra launa og til að semja um starfskjör og önnur réttindi tengd vinnu.
Athugasemd:
Mjög umdeilanlegt er hvað eru mannsæmandi vinnuskilyrði. Enn umdeilanlegra er hvað séu sanngjörn laun og ósennilegt er að launþegahreyfingarnar í landinu fallist á að laun félaga í þeim séu yfirleitt sanngjörn þótt um þau hafi verið samnið.Seinni málsgrein þessarar greinar er óhæf í stjórnarskrá.
26. grein. Dvalarréttur og ferðafrelsi
Allir skulu ráða búsetu sinni og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem eru settar með lögum. Engum verður meinað að hverfa úr landi nema með ákvörðun dómstóla. Stöðva má þó brottför manns úr landi með lögmætri handtöku. Með lögum skal kveða á um rétt flóttamanna og hælisleitenda til réttlátrar og skjótrar málsmeðferðar.
27. grein. Frelsissvipting
Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum. Hver sá sem hefur verið sviptur frelsi á rétt á að fá að vita tafarlaust um ástæður þess. Hvern þann sem er handtekinn vegna gruns um refsiverða háttsemi skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus skal dómari, áður en sólarhringur er liðinn, ákveða með rökstuddum úrskurði hvort hann skuli sæta gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhaldi má aðeins beita fyrir sök sem fangelsisvist liggur við. Með lögum skal tryggja rétt þess sem sætir gæsluvarðhaldi til að skjóta úrskurði um það til æðra dóms. Maður skal aldrei sæta
gæsluvarðhaldi lengur en nauðsyn krefur. Hver sá sem af öðrum ástæðum en í tengslum við sakamál er sviptur frelsi á rétt á að dómstóll kveði á um lögmæti þess svo fljótt sem verða má. Reynist frelsissvipting ólögmæt skal hann þegar látinn laus. Hafi maður verið sviptur frelsi að ósekju skal hann eiga rétt til skaðabóta.
28. grein. Réttlát málsmeðferð
Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila og vitna. Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.
29. grein. Bann við ómannúðlegri meðferð
Í lögum má aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu. Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.
30. grein. Bann við afturvirkni refsingar
Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum þegar hún átti sér stað, eða má fullkomlega jafna til þeirrar háttsemi. Viðurlög mega ekki verða þyngri en þá voru leyfð í lögum.
31. grein. Bann við herskyldu
Herskyldu má aldrei í lög leiða.
32. grein. Menningarverðmæti
Dýrmætar þjóðareignir sem heyra til íslenskum menningararfi, svo sem þjóðminjar og fornhandrit, má hvorki eyðileggja né afhenda til varanlegrar eignar eða afnota, selja eða veðsetja.
33. grein. Náttúra Íslands og umhverfi
Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Í því felst að fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti
verndar. Fyrri spjöll skulu bætt eftir föngum. Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur. Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.
Breytingartillaga:
Út úr greininni þarf a.m.k. að fara
Fyrri spjöll skulu bætt eftir föngum"og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða
sé virtur."
Athugasemd:
Hvað er óspillt náttúra? Er það land þar sem ekkert hefur verið framkvæmt? Til að mynda þar sem ekki hefur verið virkjað fallvatn eða jarðhiti og slóð eða vegur ekki lagður?Margir álíta vegi, slóðir og
virkjanir fallvatna og jarðhita náttúruspjöll. Og yfirleitt allar breytingar á náttúru landsins í þágu atvinnu og efnahagslífs náttúruspjöll. Fyrri spjöll skulu bætt eftir föngum" er sagt í frumvarpinu. Á t.m. að rífa
Kárahnjúkavirkjun. Það er hægt og margir töldu virkjunina mestu náttúruspjöll íslandssögunnar. Þar á meðal einn af stjórnlagaráðsmönnum, sem vildi rífa Kárahnjúkastíflu þegar hún var hálfnuð í byggingu Þá er ekki hægt að tryggja rétt á heilnæmu umhverfi og svo frv. T.d. vegna náttúruhamfara. Hver er réttur komandi kynslóða? Réttur komandi kynslóða er tiltölulega nýtt hugtak og óútskýrt. Kynslóðirnar hafa hingað til fæðst inn í þann heim sem fyrirer þegar þær fæðast án sérstaks réttar til neins. Eðli málsins samkvæmt hafa kynslóðirnar erft heiminn sem hefur að mestu leyti farið batnandi, ríkari hluti
þjóðanna. Með þessari tillögu stjórnlagaráðsins er verið að koma inn í stjórnarskrá óleystu deiluefni sem alls ekki leystist við samþykkt greinarinnar.
Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar
auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til
tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.
35. grein. Upplýsingar um umhverfi og málsaðild
Stjórnvöldum ber að upplýsa almenning um ástand umhverfis og náttúru og áhrif framkvæmda þar á. Stjórnvöld og aðrir skulu upplýsa um aðsteðjandi náttúruvá, svo sem umhverfismengun. Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila. Við töku ákvarðana um náttúru Íslands og umhverfi skulu stjórnvöld byggja á meginreglum umhverfisréttar.
Breytingartillaga: Fella 1. mgr.
niður.
Athugasemd :
Náttúruvá gerir yfirleitt ekki boð á undan sér. Vitneskja um aðsteðjandi náttúruvá verður oftast aðeins ljós fáeinum mínútum áður en hún dynur yfir. Engin veit þá hve miklar afleiðingar verða. Það
er því erfitt fyrir stjórnvöld að gefa aðvaranir um slíkt. Þetta á einnig við um umhverfismengun.Það eru í gildi lög í landinu um almannavarnir. Þau lög taka á því sem ráðið vill nú setja í stjórnarskrá. Stjórnvöld og aðrir er sagt í 1. mgr. Hverjir eru þessir aðrir? 1. mgr. er ótæk í stjórnarskrá.
36. grein. Dýravernd
Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í
útrýmingarhættu.
III. kafli. Alþingi
37. grein. Hlutverk
Alþingi fer með löggjafarvald og fjárstjórnarvald ríkisins og hefur eftirlit
með framkvæmdarvaldinu svo sem nánar er mælt fyrir um í stjórnarskrá þessari og
öðrum lögum.
Breytingartillaga:
Greinin verði svohljóðandi:
Alþingi starfar í einni málstofu. Alþingi fer með löggjafarvald og fjárstjórnarvald ríkisins og hefur eftirlit með framkvæmdarvaldinu svo sem nánar er mælt fyrir um í stjórnarskrá þessari og öðrum lögum. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Forseti lýðveldisins
staðfestir eða synjar lagafrumvarpi staðfestingar innan tveggja vikna frá því það var lagt fyrir hann. Forseti lýðveldisins getur, án atbeina ráðherra, synjað lagafrumvarpi staðfestingar. Þó getur forseti ekki synjað lagafrumvarpi staðfestingar sem samþykkt hefurverið af 2/3 hluta atkvæða fullskipaðs Alþingis. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum í atkvæðagreiðslunni. Dómsmálaráðherra framkvæmir þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykkt eða synjum laga, sem forseti hefur synjað staðfestingar.
Atkvæðagreiðsluna skal framkvæma samkvæmt gildandi lögum um kosningar til Alþingis. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. Forseti lýðveldisins getur ákveðið að lagafrumvarp sem Alþingi fellir í atkvæðagreiðslu sé lagt undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í atkvæðagreiðslunni. Verði lagafrumvarpið samþykkt öðlast það lagildi með áritum forseta. Sé lagafrumvarpið fellt í atkvæðagreiðslunni gildir afgreiðsla Alþingis. Lagafrumvarp umsamninga við önnur lönd eðaríkjasambönd, sem samþykkt hafa verið á Alþingi,skal bera undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu krefjist minnihluti alþingismanna, sem í eru minnst 1/3 hluti fullskipaðs Alþingis þess. Um framkvæmd slíkrar atkvæðagreiðslu fer með sama hætti og um atkvæðagreiðslu um lög sem forseti lýðveldisins hefur synjað staðfestingar."
Athugasemd:
Breytingartillagan skýrir sig sjálf.
Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi.
39. grein. Alþingiskosningar
Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri kosningu til fjögurra ára. Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt. Heimilt er að skipta landinu upp í kjördæmi. Þau skulu flest vera átta. Samtök frambjóðenda bjóða fram lista, kjördæmislista eða landslista eða
hvort tveggja. Frambjóðendur mega bjóða sig fram samtímis á landslista og einum kjördæmislista sömu samtaka. Kjósandi velur með persónukjöri frambjóðendur af listum í sínu kjördæmi eða
af landslistum, eða hvort tveggja. Honum er og heimilt að merkja í stað þess við einn kjördæmislista eða einn landslista, og hefur hann þá valið alla frambjóðendur listans jafnt. Heimilt er að mæla fyrir um í lögum að valið sé einskorðað við kjördæmislista eða landslista sömu samtaka. Þingsætum skal úthluta til samtaka frambjóðenda þannig að hver þeirra fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu. Í lögum skal mælt fyrir um hvernig þingsætum skuli úthlutað til frambjóðenda
út frá atkvæðastyrk þeirra. Í lögum má mæla fyrir um að tiltekinn fjöldi þingsæta sé bundinn einstökum
kjördæmum, þó ekki fleiri en 30 alls. Tala kjósenda á kjörskrá að baki hverju bundnu sæti skal ekki vera lægri en meðaltalið miðað við öll 63 þingsætin. Í kosningalögum skal mælt fyrir um hvernig stuðla skuli að sem jöfnustu hlutfalli kvenna og karla á Alþingi. Breytingar á kjördæmamörkum, tilhögun á úthlutun þingsæta og reglum um framboð, sem fyrir er mælt í lögum, verða aðeins gerðar með samþykki 2/3 atkvæða á Alþingi. Slíkar breytingar má ekki gera ef minna en sex mánuðir eru
til kosninga, og gildistaka þeirra skal frestast ef boðað er til kosninga innan sex mánaða frá staðfestingu þeirra.
Breytingartillaga: Greinin verði
svohljóðandi:
Á Alþingi eiga sæti 53 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára.
Kjördæmi skulu vera fæst sex en flest sjö. Mörk þeirra skulu ákveðin í lögum, en þó er heimilt að fela landskjörstjórn að ákveða kjördæmamörk í Reykjavík og nágrenni. Í hverju kjördæmi skulu vera minnst sex kjördæmissæti sem úthluta skal á grundvelli kosningaúrslita í kjördæminu. Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi skal að öðru leyti ákveðinn í lögum.
Öðrum þingsætum en kjördæmissætum skal ráðstafa í kjördæmi og úthluta þeim til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka, sem buðu fram í viðkomandi kosningu, þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sín. Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu.
Ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, eru eftir alþingiskosningar færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi skal landskjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum og jafna þannig fjölda atkvæða á hvern þingmann í kjördæmum. Setja skal nánari fyrirmæli um þetta í lög.
Breytingar á kjördæmamörkum og tilhögun á úthlutun þingsæta, sem fyrir er mælt í lögum, verða aðeins gerðar með samþykki 2/3 atkvæða á Alþingi.
Athugasemd:
Um þessa grein frumvarps ráðsins má margt segja. Hún er óþarflega flókin og markmiðum hennar má ná með mun einfaldari reglu. Þá ætti þingmannafjöldi að vera 53 en ekki 63 eins og nú er. En sú breyting er ekki nauðsynleg.
40. grein. Kjörtímabil
Reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils. Kjörtímabil er fjögur ár.
Upphaf og lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá
mánaðamótum.
41. grein. Kosningaréttur
Kosningarétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, þegar kosning fer fram, er einnig skilyrði kosningaréttar, nema undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðnar í lögum um kosningar til Alþingis. Nánari reglur um alþingiskosningar skulu settar í kosningalögum.
42. grein. Kjörgengi
Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarrétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð. Hæstaréttardómarar eru þó ekki kjörgengir. Glati alþingismaður kjörgengi missir hann þann rétt sem þingkosningin veitti honum. Varamaður tekur þá sæti hans á þingi.
43. grein. Gildi kosninga
Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna. Landskjörstjórn gefur út kjörbréf forseta og þingmanna og úrskurðar hvort
þingmaður hafi misst kjörgengi. Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum.
Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla.
44. grein. Starfstími
Alþingi kemur saman eigi síðar en tveimur vikum eftir hverjar alþingiskosningar. Í lögum skal kveðið á um samkomudag reglulegs Alþingis og skiptingu starfstíma þess í löggjafarþing.
45. grein. Samkomustaður
Alþingi kemur að jafnaði saman í Reykjavík en getur þó ákveðið að það komi saman á öðrum stað.
46. grein. Þingsetning
Forseti Íslands stefnir saman Alþingi að loknum alþingiskosningum og setur reglulegt Alþingi ár hvert. Forseti stefnir einnig saman og setur Alþingi að tillögu forseta þess eða þriðjungs þingmanna.
47. grein. Eiðstafur
Sérhver nýr þingmaður undirritar eiðstaf að stjórnarskránni er kosning hans hefur verið tekin gild.
48. grein. Sjálfstæði alþingismanna
Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína, en ekki við nein
fyrirmæli frá öðrum.
49. grein. Friðhelgi alþingismanna
Ekki má setja alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða sakamál á hendur honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp. Alþingismaður verður ekki krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi. Alþingismanni er heimilt að afsala sér friðhelgi.
50. grein. Hagsmunaskráning og vanhæfi
Alþingismanni er óheimilt að taka þátt í meðferð þingmáls sem varðar sérstaka og verulega hagsmuni hans eða honum nákominna. Um hæfi þingmanna skal mælt fyrir í lögum. Vanhæfi þingmanns hefur ekki áhrif á gildi settra laga. Í lögum skal kveðið á um skyldu þingmanna til að veita upplýsingar um
fjárhagslega hagsmuni sína.
51. grein. Styrkir til frambjóðenda og samtaka þeirra
Í lögum skal kveðið á um starfsemi stjórnmálasamtaka, svo og um fjármál frambjóðenda í því skyni að halda kostnaði í hófi, tryggja gegnsæi og takmarka auglýsingar í kosningabaráttu. Upplýsingar um framlög yfir ákveðinni lágmarksupphæð skulu birtar jafnóðum samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum.
52. grein. Þingforseti
Alþingi kýs sér forseta með 2/3 hlutum atkvæða í upphafi hvers kjörtímabils. Sitji forseti ekki út kjörtímabil skal sami háttur hafður á við kosningu nýs forseta. Forseti stýrir störfum Alþingis. Hann ber ábyrgð á rekstri þingsins og hefur æðsta vald í stjórnsýslu þess. Með forseta starfa varaforsetar sem eru staðgenglar hans og mynda ásamt honum forsætisnefnd. Um kosningu þeirra skal mælt fyrir um í lögum. Forseti Alþingis lætur af almennum þingstörfum og hefur ekki atkvæðisrétt. Varamaður hans tekur sæti á þingi á meðan hann gegnir embættinu.
53. grein. Þingsköp
Þingsköp Alþingis skulu sett með lögum.
54. grein. Þingnefndir
Alþingi kýs fastanefndir til að fjalla um þingmál. Um störf þingnefnda skal mælt fyrir í lögum.
55. grein. Opnir fundir
Fundir Alþingis eru haldnir í heyranda hljóði. Þingnefnd getur ákveðið að fundur hennar sé opinn almenningi.
56. grein. Flutningur þingmála
Alþingismenn hafa rétt til að flytja frumvörp til laga, tillögur til ályktana og önnur þingmál. Ráðherrar geta lagt fyrir Alþingi frumvörp til laga og tillögur til ályktana sem ríkisstjórnin hefur samþykkt.
57. grein. Meðferð lagafrumvarpa
Frumvörp alþingismanna og ríkisstjórnar eru tekin til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þau eru rædd á Alþingi. Sama á við um þingmál að tillögu kjósenda. Mat á áhrifum lagasetningar skal fylgja frumvörpum samkvæmt nánari ákvæðum í lögum. Lagafrumvarp má ekki samþykkja fyrr en eftir minnst tvær umræður á Alþingi. Frumvörp sem hafa ekki hlotið lokaafgreiðslu falla niður við lok
kjörtímabils.
58. grein. Meðferð þingsályktunartillagna og annarra þingmála
Þingsályktunartillögur ríkisstjórnar eru teknar til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þær eru ræddar á Alþingi. Tillögu til þingsályktunar má ekki samþykkja fyrr en eftir tvær umræður á
Alþingi. Tillögur til þingsályktana sem hafa ekki hlotið lokaafgreiðslu falla niður
við lok löggjafarþings. Tillögur um þingrof eða vantraust á ráðherra eru ræddar og afgreiddar við
eina umræðu. Að öðru leyti skal kveðið á um meðferð þingmála í lögum.
Athugasemd: Óþörf grein í stjórnarskrá. Efni
hennar á að vera í þingsköpum
59. grein. Ályktunarbærni
Alþingi getur
því aðeins gert samþykkt um mál að meira en helmingur þingmanna sé á fundi og
taki þátt í atkvæðagreiðslu.
60. grein. Staðfesting laga
Er Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp undirritar forseti Alþingis það og leggur innan tveggja vikna fyrir forseta Íslands til staðfestingar, og veitir undirskrift hans því lagagildi. Forseti Íslands getur ákveðið innan viku frá móttöku frumvarps að synja því staðfestingar. Skal sú ákvörðun vera rökstudd og tilkynnt til forseta Alþingis. Frumvarpið fær þá engu að síður lagagildi, en bera skal lögin innan þriggja mánaða undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Ræður einfaldur meirihluti hvort lögin halda gildi sínu. Atkvæðagreiðsla fer þó ekki fram felli Alþingi lögin úr gildi innan fimm daga frá synjun forseta. Um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu skal að öðru leyti mælt fyrir í lögum.
Breytingartillaga:
Greinin falli niður.
Athugasemd: Vísast til breytingartillögu og athugasemda við 37. grein.
61. grein. Birting laga
Birta skal lög, stjórnvaldsfyrirmæli og þjóðréttarsamninga sem ríkið hefur fullgilt. Lögum og stjórnvaldsfyrirmælum má aldrei beita með íþyngjandi hætti fyrr en eftir birtingu þeirra. Um birtingarháttu og gildistöku fer að landslögum.
Athugasemd:
Ef ekki eru í stjórnarskrá ákvæði 1. gr. tillagna þessara þarf í þessari grein að kveða á um tungumál og birtingarfrest frá gildistöku fyrirmæla og laga.
62. grein. Lögrétta
Alþingi kýs í Lögréttu fimm menn til fimm ára. Þingnefnd eða fimmtungur alþingismanna getur óskað eftir áliti Lögréttu um hvort frumvarp til laga samrýmist stjórnarskrá og þjóðréttarlegum
skuldbindingum ríkisins. Ekki má afgreiða frumvarpið fyrr en álit Lögréttu liggur fyrir. Um störf Lögréttu skal mælt fyrir í lögum.
Athugasemd: Skíra þarf nánar hvað lögrétta verður.Er átt við að Lögrétta sé stjórnlagadómstóll?
63. grein. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kannar hvers kyns athafnir og ákvarðanir ráðherra eða stjórnsýslu þeirra eftir því sem hún telur efni til. Skylt er nefndinni að hefja slíka könnun að kröfu þriðjungs þingmanna.
64. grein. Rannsóknarnefndir
Alþingi getur skipað nefndir til að rannsaka mikilvæg mál er almenning varða.Nánari reglur um hlutverk, rannsóknarheimildir og skipan rannsóknarnefnda skulu settar með lögum.
65. grein. Málskot til þjóðarinnar
Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi, ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til
þjóðaratkvæðis kemur. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda
var lögð fram.
Athugasemd:
Alltof rúmt ákvæði. Ekki ættu færri en 25% atkvæðisbærra manna að geta krafist þjóðaratkvæðis. Eitt ár er alltof langur tími til að hafa frumvarp frá almenningi í biðstöðu. Slíkt frumvarp ætti að hafa a.m. k. sama afgreiðslutíma og t.d. stjórnarfrumvörp, eða þrjá mánuði
66. grein. Þingmál að frumkvæði kjósenda
Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi. Tíu af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. Alþingi getur lagt fram gagntillögu í formi annars frumvarps. Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði svo og frumvarp
Alþingis komi það fram. Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi. Atkvæðagreiðsla um frumvarp að tillögu kjósenda skal fara fram innan tveggja ára frá því málið hefur verið afhent Alþingi.
Breytingartillaga:
Greinin í heild falli niður.
Athugasemd:
Að tveir af hundraði kjósenda geti lagt fram þingmál hlýtur að vera mjög vafasamt af mörgum ástæðum. T.m. væri möguleiki á því að svo lítill hópur gæti hrúgað inn fjölda grínmála í þeim tilgangi að
trufla með því eðlilegt starf þingsins. Þá er erfitt að sjá einhverja lýðræðisumbót leiða af slíku. Síðan er það framkvæmdin. Í greininni er gert ráð fyrir að hægt sé að draga slíkt kjósendafrumvarp til baka. Hvernig á að gera það? Þurfa ekki allir þeir sem lögðu slíkt frumvarp fram með undirskrift sinni að samþykkja að draga það til baka? Margt fleira má taka til. Alltof langur tími er ár til að hafa
þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt þessari grein. Að hafa lög í gildi í eitt ár, sem hugsanlega verða felld úr gildi af þjóðinni, getur verið mjög óheppilegt og skaðlegt.Þá ert tíu af hundraði og lítið hlutfall kjósenda til að fá fram þjóðaratkvæði. Margvísleg rök er unnt að hafa fyrir því.
67. grein. Framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu
Mál sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu eða frumkvæði kjósenda samkvæmt ákvæðum 65. og 66. gr. skal varða almannahag. Á grundvelli þeirra er hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt. Þess skal gætt að frumvarp að tillögu kjósenda samrýmist
stjórnarskrá. Rísi ágreiningur um hvort mál uppfylli framangreind skilyrði skera dómstólar þar úr. Í lögum skal kveðið á um framkvæmd málskots eða frumkvæðis kjósenda, svo sem
um form og fyrirsvar fyrir kröfunni, tímalengd til söfnunar undirskrifta og um fyrirkomulag þeirra, hverju megi til kosta við kynningu, hvernig afturkalla megi kröfuna að fengnum viðbrögðum Alþingis svo og um hvernig haga skuli atkvæðagreiðslu.
Athugasemd: Vísað til athugasemda við 66.gr.
68. grein. Frumvarp til fjárlaga
Fyrir hvert reglulegt Alþingi skal, þegar er það er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár, sem í hönd fer, og skal í frumvarpinu fólgin greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld eftir því sem nánar er ákveðið í lögum.
69. grein. Greiðsluheimildir
Enga greiðslu má inna af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum. Að fengnu samþykki fjárlaganefndar Alþingis getur fjármálaráðherra þó innt greiðslu af hendi án slíkrar heimildar, til að mæta greiðsluskyldu ríkisins vegna ófyrirséðra atvika eða ef almannahagsmunir krefjast þess. Leita skal
heimildar fyrir slíkum greiðslum í fjáraukalögum.
70. grein. Réttur fjárlaganefndar til upplýsinga
Fjárlaganefnd Alþingis getur krafið stofnanir ríkisins, ríkisfyrirtæki og þá aðra, sem fá framlög úr ríkissjóði, um upplýsingar sem tengjast ráðstöfun þess fjár.
Breytingartillaga:Fella greinina niður
Athugasemd:
Ákvæði þessarar
greinar er óþarfi að hafa í stjórnarskrá. Efni hennar á einfaldlega að vera í lögum og er það líklega þar sem ríkið fer með eigendavald.
71. grein. Skattar
Skattamálum skal skipað með lögum. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.
72. grein. Eignir og skuldbindingar ríkisins
Ekki má taka lán eða undirgangast ábyrgðir er skuldbinda ríkið nema með lögum. Stjórnvöldum er óheimilt að ábyrgjast fjárhagslegar skuldbindingar einkaaðila. Með lögum má þó kveða á um slíka ríkisábyrgð vegna almannahagsmuna. Ekki má selja eða láta með öðru móti af hendi fasteignir ríkisins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt heimild í lögum. Um ráðstöfun annarra eigna ríkisins fer að lögum.
73. grein. Þingrof
Forseti Íslands rýfur Alþingi að ályktun þess. Skal þá efnt til nýrra kosninga eigi fyrr en sex vikum og eigi síðar en níu vikum frá þingrofi. Alþingismenn halda umboði sínu til kjördags.
74. grein. Ríkisendurskoðun
Alþingi kýs ríkisendurskoðanda til fimm ára. Hann skal vera sjálfstæður í störfum sínum. Hann endurskoðar fjárreiður ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja í umboði Alþingis eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum. Endurskoðaðan ríkisreikning næstliðins árs ásamt athugasemdum
ríkisendurskoðanda skal leggja fyrir Alþingi til samþykktar samhliða frumvarpi til fjárlaga.
75. grein. Umboðsmaður Alþingis
Alþingi kýs umboðsmann Alþingis til fimm ára. Hann skal vera sjálfstæður í störfum sínum. Hann gætir að rétti borgaranna og hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Hann gætir þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og vandaða
stjórnsýsluhætti. Ákveði ráðherra eða annað stjórnvald að hlíta ekki sérstökum tilmælum
umboðsmanns skal tilkynna forseta Alþingis um ákvörðunina. Um starfsemi umboðsmanns og hlutverk hans skal nánar mælt fyrir í lögum, þar á meðal um þingmeðferð slíkrar tilkynningar ráðherra eða annars stjórnvalds.
IV. kafli. Forseti Íslands
76. grein. Embættisheiti og þjóðkjör
Forseti Íslands er þjóðhöfðingi lýðveldisins. Hann er þjóðkjörinn.
77. grein. Kjörgengi
Kjörgengur til forseta er sérhver ríkisborgari sem fullnægir skilyrðum um kjörgengi til Alþingis og er orðinn 35 ár.
78. grein. Forsetakjör
Forseti er kosinn í leynilegri atkvæðagreiðslu þeirra er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst eins af hundraði kosningarbærra manna og mest tveggja af hundraði. Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð. Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í lögum, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu. Að öðru leyti skal ákveða með lögum um framboð og kosningu forseta.
Athugasemd:
Ekki er ljóst hvað er átt við með því að hafa þetta ákvæði í stjórnarskrá:
Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð. Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í lögum, er rétt kjörinn forseti."
Séu frambjóðendur fleiri en einn kjósa kjósendur þann sem þeir styðja til embættisins. Þannig fer forgangsröðun fram og sama niðurstaða fæst. Bara á einfaldari hátt.
79. grein. Kjörtímabil
Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, er kjörtímabil endar. Forseti skal ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil.
Breytingartillaga:
Niður falli: Forseti skal ekki sitja lengur en þrjú ár.
Athugasemd:
Allar skerðingar á lýðræði eru slæmar. Það er erfitt að sýna fram á að það sé nauðsynlegt lýðræðinu að kjósa ekki sama forseta fleiri en þrjú kjörtímabil ef kjósendur vilja að hann sitji lengur. Sé forseti
það vinsæll meðal borgaranna að þeir vilji hafa hann lengi á ekki að hamla því með ákvæðum í stjórnarskrá.
Um langtímasetu ráðherra gegnir öðru máli en um setu forseta. Ráðherrar eru í daglegri stjórnun stofnana sem undir þá heyra. Deila út embættum og fjármunum og hafa áhrif á afgreiðslu mála á Alþingi. Þeir hafa gjarnan hagsmuni í einu kjördæmi fremur en öðrum, Forsetinn er þjóðkjörinn
og störf hans eru af allt öðrum toga en störf ráðherra og þingmanna Hann hefur ekki áhrif á gang agnstakra mála á Alþingi og hefur tæplega hagsmuni í einu kjördæmi fremur en öðrum.Ráðherrar eru kjörnir af þingmönnum, flokkssystkinum sínum og þeir fara með framkvæmdavald. Það er því eðlilegt að takmörk séu á setu þeirra í sama ráðuneyti
80. grein. Eiðstafur
Forseti Íslands undirritar eiðstaf að stjórnarskránni er hann tekur við
störfum.
81. grein. Starfskjör
Forseta Íslands er óheimilt að hafa með höndum önnur launuð störf á meðan hann gegnir embætti. Sama gildir um störf í þágu einkafyrirtækja og opinberra stofnana þótt ólaunuð séu. Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta. Óheimilt er að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabil hans.
82. grein. Staðgengill
Geti forseti Íslands ekki gegnt störfum um sinn vegna heilsufars eða af öðrum ástæðum fer forseti Alþingis með forsetavald á meðan.
83. grein. Fráfall
Falli forseti frá eða láti af störfum áður en kjörtímabili er lokið skal kjósa nýjan forseta til 31. júlí á fjórða ári frá kosningu.
84. grein. Ábyrgð
Forseti verður ekki sóttur til refsingar nema með samþykki Alþingis. Forseta má leysa frá embætti áður en kjörtímabili er lokið, ef það er samþykkt með meirihluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti ekki störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn.
Breytingartillaga:
Greinin verði svohljóðandi;
Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.
Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis. Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með 2/3 hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta alþingismanna. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt
sína, þar til er úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn. Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga.
Athugasemd:
Óeðlilegt er að Alþingi geti samþykkt að þjóðkjörinn forseti víki en það sitji áfram óbreytt þó þjóðin felli samþykkt Alþingis úr gildi og láti forsetann sitja áfram. Að öðru leyti er vísað til athugasemda við 84. gr.
85. grein. Náðun og sakaruppgjöf
Forseti Íslands getur náðað menn og veitt almenna uppgjöf saka að tillögu ráðherra. Ráðherra getur hann þó ekki leyst undan refsingu, sem dómstólar hafa dæmt vegna ráðherraábyrgðar, nema með samþykki Alþingis.
V. kafli. Ráðherrar og
ríkisstjórn
86. grein. Ráðherrar
Ráðherrar eru æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Þeir bera hver fyrir sig ábyrgð á málefnum ráðuneyta og stjórnsýslu sem undir þá heyrir. Geti ráðherra ekki fjallað um mál vegna vanhæfis, fjarveru eða annarra ástæðna felur forsætisráðherra það öðrum ráðherra. Enginn getur gegnt sama ráðherraembætti lengur en 8 ár.
87. grein. Ríkisstjórn
Ráðherrar sitja í ríkisstjórn. Forsætisráðherra boðar til ríkisstjórnarfunda, stýrir þeim og hefur yfirumsjón með störfum ráðherra. Ríkisstjórnarfundi skal halda um frumvörp og tillögur til Alþingis, önnur mikilvæg stjórnarmálefni og til samráðs um störf og stefnumál ríkisstjórnarinnar. Þá skal halda ríkisstjórnarfund ef ráðherra óskar þess. Ríkisstjórn tekur ákvarðanir sameiginlega um mikilvæg eða stefnumarkandi málefni samkvæmt nánari ákvæðum í lögum. Meirihluti ráðherra þarf að vera á
fundi þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. Stjórnarráð Íslands hefur aðsetur í Reykjavík.
88. grein. Hagsmunaskráning og opinber störf
Ráðherra er óheimilt að hafa með höndum önnur launuð störf á meðan hann gegnir embætti. Sama gildir um störf í þágu einkafyrirtækja og opinberra stofnana þótt ólaunuð séu. Í lögum skal kveðið á um skyldu ráðherra til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína.
89. grein. Ráðherrar og Alþingi
Ráðherrar mæla fyrir frumvörpum og tillögum frá ríkisstjórn, svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum á Alþingi eftir því sem þeir eru til kvaddir, en gæta verða þeir þingskapa. Ráðherrar hafa ekki atkvæðisrétt á Alþingi. Sé alþingismaður skipaður ráðherra víkur hann úr þingsæti á meðan hann
gegnir embættinu og tekur varamaður þá sæti hans.
90. grein. Stjórnarmyndun
Alþingi kýs forsætisráðherra. Eftir að hafa ráðfært sig við þingflokka og þingmenn gerir forseti Íslands
tillögu til þingsins um forsætisráðherra. Er hann rétt kjörinn ef meirihluti þingmanna samþykkir tillöguna. Að öðrum kosti gerir forseti Íslands nýja tillögu með sama hætti. Verði sú tillaga ekki samþykkt fer fram kosning í þinginu milli þeirra sem fram eru boðnir af þingmönnum, þingflokkum eða forseta Íslands. Sá er flest atkvæði hlýtur er rétt kjörinn forsætisráðherra. Hafi forsætisráðherra ekki verið kjörinn innan tíu vikna skal Alþingi rofið og boðað til nýrra kosninga. Forsætisráðherra ákveður skipan ráðuneyta og tölu ráðherra og skiptir störfum með þeim, en ráðherrar skulu ekki vera fleiri en tíu. Forseti Íslands skipar forsætisráðherra í embætti. Forseti veitir forsætisráðherra lausn frá embætti eftir alþingiskosningar, ef vantraust er samþykkt á hann á Alþingi, eða ef ráðherrann óskar þess. Forsætisráðherra skipar aðra ráðherra og veitir þeim lausn. Ráðherrar undirrita eiðstaf að stjórnarskránni er þeir taka við embætti.
Breytingartillaga:
Greinin verði svohljóðandi:
Forseti lýðveldisins skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir
störfum með þeim. Ráðherrar mega ekki vera alþingismenn og gegna jafnframt embætti ráðherra.
Forseti lýðveldisins felur að jafnaði þeim sem tilnefndur er af þeim samtökum eða stjórnmálaflokki sem flesta alþingismenn nýkjörins Alþingis hefur, umboð til myndunar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn skal hafa
stuðning meirihluta alþingismanna eða njóta hlutleysis þeirra og þannig varin vantrausti. Verði, að mati forseta, tafir á myndun ríkisstjórnar veitir hann öðrum umboð til ríkisstjórnarmyndunar eða skipar ríkisstjórn. Ríkisstjórn ferþegar frá ef meirihluti alþingismanna samþykkir á hana vantraust. Verði ekki ný ríkisstjórn mynduð innan viku frá því vantraust var samþykkt á sitjandi ríkisstjórn skipar forseti lýðveldisins ríkisstjórn og boðar til alþingiskosninga sem fram fari innan tíu vikna frá því vantraust á ríkisstjórn var samþykkt."
Athugasemd :
Það er hægt að rökstyðja þetta í löngu máli
en það á að vera óþarfi. Tillagan skýrir sig sjálf.
91. grein. Vantraust
Leggja má fram á Alþingi tillögu um vantraust á ráðherra. Í tillögu um vantraust á forsætisráðherra skal felast tillaga um eftirmann hans. Ráðherra er veitt lausn úr embætti ef meirihluti þingmanna samþykkir tillögu um vantraust á hann. Ríkisstjórn er veitt lausn ef meirihluti þingmanna samþykkir tillögu um vantraust á forsætisráðherra.
92. grein. Starfsstjórn
Eftir að forsætisráðherra hefur verið veitt lausn ásamt ríkisstjórn sinni situr hún áfram sem starfsstjórn uns ný ríkisstjórn er skipuð. Sama gildir ef þing er rofið. Ráðherrar í starfsstjórn taka aðeins þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru til rækslu starfa þeirra.
93. grein. Upplýsinga- og sannleiksskylda
Ráðherra er skylt að veita Alþingi eða þingnefnd allar upplýsingar, skjöl og skýrslur um málefni sem undir hann heyra, nema leynt skuli fara samkvæmt lögum. Þingmenn eiga rétt á upplýsingum frá ráðherra með því að bera fram fyrirspurn um mál eða óska eftir skýrslu, samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum. Upplýsingar sem ráðherra veitir Alþingi, nefndum þess og þingmönnum skulu
vera réttar, viðeigandi og fullnægjandi.
94. grein. Skýrsla ríkisstjórnar til Alþingis
Árlega leggur ríkisstjórn fyrir Alþingi skýrslu um störf sín og framkvæmd ályktana þingsins. Ráðherra getur gert grein fyrir málefni sem undir hann heyrir með skýrslu til Alþingis.
95. grein. Ráðherraábyrgð
Ráðherrar bera lagalega ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Bóki ráðherra andstöðu við ákvörðun ríkisstjórnar ber hann þó ekki ábyrgð á henni. Ábyrgð vegna embættisbrota þeirra skal ákveðin með lögum. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákveður, að undangenginni könnun, hvort hefja skuli rannsókn á meintum embættisbrotum ráðherra. Nefndin skipar saksóknara sem annast rannsóknina. Hann metur hvort niðurstaða rannsóknarinnar sé nægileg eða líkleg til sakfellingar og gefur þá út ákæru og sækir málið fyrir dómstólum. Nánar skal kveðið á um rannsókn og meðferð slíkra
mála í lögum.
96. grein. Skipun embættismanna
Ráðherrar og önnur stjórnvöld veita þau embætti er lög mæla. Hæfni og málefnaleg sjónarmið skulu ráða við skipun í embætti. Þegar ráðherra skipar í embætti dómara og ríkissaksóknara skal skipun borin
undir forseta Íslands til staðfestingar. Synji forseti skipun staðfestingar þarf Alþingi að samþykkja skipunina með 2/3 atkvæða til að hún taki gildi. Ráðherra skipar í önnur æðstu embætti, eins og þau eru skilgreind í lögum, að fenginni tillögu sjálfstæðrar nefndar. Velji ráðherra ekki í slíkt embætti
einn þeirra sem nefndin telur hæfasta er skipun háð samþykki Alþingis með 2/3 atkvæða. Forseti Íslands skipar formann nefndarinnar. Um nánari skipan hennar og störf skal mælt fyrir í lögum.Í lögum má kveða á um að í tiltekin embætti megi einungis skipa íslenska ríkisborgara. Krefja má embættismann um eiðstaf að stjórnarskránni.
Breytingartillaga:
Þriðja mgr. verði eftirfarandi:
Forseti lýðveldisins skipar dómendur. Bera skal skipun dómenda undir Alþingi til samþykktar. Skipun dómenda í Hæstarétt Íslands skal hljóta samþykki ¾ hluta fullskipaðs Alþingis en skipun dómenda
Héraðsdóma 2/3 hluta atkvæða til að taka gildi. Skipun dómsvaldsins að öðru leyti verður eigi ákveðin nema með lögum."
Athugasemd:
Úr greininni falli:
Þegar ráðherra skipar í embætti dómara og ríkissaksóknara skal skipun borin undir forseta Íslands til staðfestingar. Synji forseti skipun staðfestingar þarf Alþingi að samþykkja skipunina með 2/3
atkvæða til að hún taki gildi. Ákveða má með lögum að skipun í önnur embætti skuli fara fram með sama hætti."
Með framangreindum ákvæðum um embættisveitingar í dómskerfinu ætti að vera tryggt svo sem verða má að skipanir í þau embætti væru lítt umdeildar.
97. grein. Sjálfstæðar ríkisstofnanir
Í lögum má kveða á um tilteknar stofnanir ríkisins, sem gegna mikilvægu eftirliti eða afla upplýsinga sem nauðsynlegar eru í lýðræðisþjóðfélagi, njóti sérstaks sjálfstæðir. Starfsemi slíkra stofnana verður ekki lögð niður, henni breytt að verulegu leyti eða fengin öðrum stofnunum, nema með lögum sem
samþykkt eru með 2/3 atkvæða á Alþingi.
VI. kafli. Dómsvald
98. grein. Skipan dómstóla
Skipan dómstóla, þar á meðal dómstig og fjöldi dómara, skal ákveðin með
lögum.
99. grein. Sjálfstæði dómstóla
Sjálfstæði dómstóla skal tryggt með lögum.
100. grein. Lögsaga dómstóla
Dómstólar skera endanlega úr um réttindi og skyldur að einkarétti, svo og sök um refsiverða háttsemi og ákveða viðurlög við henni. Dómstólar skera úr um hvort lög samrýmist stjórnarskrá. Dómstólar skera úr um hvort stjórnvöld hafi farið að lögum. Hjá ákvörðun stjórnvalds verður ekki komist í bráð með því að bera lögmæti hennar undir dóm.
101. grein. Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands er æðsti dómstóll ríkisins og hefur hann endanlegt vald til að leysa úr öllum málum sem lögð eru fyrir dómstóla. Þó má ákveða með lögum að sérstakur dómstóll leysi endanlega úr ágreiningi um kjarasamninga og lögmæti vinnustöðvana, þó þannig að ákvörðunum hans um refsingu verði skotið til annarra dómstóla.
102. grein. Skipun dómara
Dómarar eru þeir sem skipaðir hafa verið ótímabundið í embætti dómara eða settir til að gegna því um tiltekinn tíma. Til dómstarfa geta dómstólar ráðið eða kvatt aðra eftir því sem mælt er fyrir í lögum.
Ráðherra skipar dómara og veitir þeim lausn. Dómara verður ekki vikið endanlega úr embætti nema með dómi, og þá aðeins ef hann uppfyllir ekki lengur skilyrði til að gegna embættinu eða sinni ekki skyldum sem starfanum tengjast.
Breytingartillaga:
Niður falli: Ráðherra skipar dómara og veitir þeim lausn"
Athugasemd:
Vísast til breytingartillögu við 96. gr. og athugasemda við hana.
103. grein. Sjálfstæði dómara
Dómarar skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögum.
104. grein. Ákæruvald og ríkissaksóknari
Skipan ákæruvaldsins skal ákveðin með lögum. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins. Hann skal í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögum. Ráðherra skipar ríkissaksóknara og veitir honum lausn. Ríkissaksóknari er sjálfstæður í störfum sínum og nýtur sömu verndar í starfi og dómarar.
Breytingartillaga:
Greinin hljóði svo:
Forseti lýðveldisins skipar ríkissaksóknara og veitir þeim lausn. Bera skal skipun ríkissaksóknara undir Alþingi og skal skipun hans hljóta 2/3 hluta atkvæða fullskipaðs Alþingis til að taka gildi.Ríkissaksóknari er sjálfstæður í störfum sínum og nýtur sömu verndar í starfi og dómarar."
Athugasemd:
Breytingartillagan skýrir sig sjálf en nefna má sem rök að ríkissaksóknari hefur sömu kjaralegu stöðu og
hæstaréttardómarar.Þá virkar ríkissaksóknari í mörgum tilvikum eins og fjölskipað stjórnvald, eða dómstóll, t.m. við ákvörðun ákæra. Í mörgum tilvikum ætti ákvörðun um ákærur eða ekki ákærur að vera ákveðnar af fleirum en einum saksóknara.
VII. kafli. Sveitarfélög
105. grein. Sjálfstæði sveitarfélaga
Sveitarfélög ráða sjálf málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Sveitarfélög skulu hafa nægilega burði og tekjur til að sinna lögbundnum verkefnum.Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir.
Athugasemd:
Greinin eins og hún er kallar á miklar breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga.Fleiri atriði má nefna. Hver á t.d.að ákveða hvar þjónustu er best fyrir komið?
106. grein. Nálægðarregla
Á hendi sveitarfélaga, eða samtaka í umboði þeirra, eru þeir þættir opinberrar þjónustu sem best þykir fyrir komið í héraði svo sem nánar skal kveðið á um í lögum.
Athugasemd: Athugasemd samhljóða 105 gr.
107. grein. Kosning sveitarstjórna og íbúalýðræði
Sveitarfélögum er stjórnað af sveitarstjórnum sem starfa í umboði íbúa og eru kjörnar almennum, leynilegum kosningum. Rétti íbúa sveitarfélags til þess að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess skal skipað með lögum.
Samráð skal haft við sveitarstjórnir og samtök þeirra við undirbúning lagasetningar sem varðar málefni sveitarfélaga.
VIII. kafli. Utanríkismál
109. grein. Meðferð utanríkismála
Utanríkisstefna og almennt fyrirsvar ríkisins á því sviði er á hendi ráðherra í umboði og undir eftirliti Alþingis. Ráðherrum er skylt að veita utanríkismálanefnd Alþingis upplýsingar um utanríkis- og varnarmál. Ráðherra skal hafa samráð við nefndina áður en ákvörðun er tekin um mikilvæg utanríkismál. Ákvörðun um stuðning við aðgerðir sem fela í sér beitingu vopnavalds, aðrar
en þær sem Ísland er skuldbundið af samkvæmt þjóðarétti, skal háð samþykki Alþingis.
110. grein. Þjóðréttarsamningar
Ráðherra gerir þjóðréttarsamninga fyrir hönd Íslands. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi, innsævi, landhelgi, efnahagslögsögu eða landgrunni, eða kalla á breytingar á landslögum, eða eru mikilvægir af öðrum ástæðum, nema samþykki Alþingis komi til.
111. grein. Framsal ríkisvalds
Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst. Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi.
112. grein. Skyldur samkvæmt alþjóðlegum samningum
Öllum handhöfum ríkisvalds ber að virða mannréttindareglur sem bindandi eru fyrir ríkið að þjóðarétti og tryggja framkvæmd þeirra og virkni eftir því sem samræmist hlutverki þeirra að lögum og valdmörkum. Alþingi er heimilt að lögfesta alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga og ganga þeir þá framar almennum lögum.
Athugasemd:
Rétt væri að allir samningar samkvæmt þessari grein þurfi aukinn meirihluta til að hljóta samþykki
IX.
kafli. Lokaákvæði
113. grein. Stjórnarskrárbreytingar
Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Hafi fimm sjöttu hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður.
114. grein. Gildistaka
Stjórnarskipunarlög þessi öðlast gildi þegar Alþingi hefur samþykkt þau í samræmi við ákvæði stjórnarskipunarlaga nr. 33 frá 17. júní 1944 með áorðnum breytingum. Við gildistöku stjórnarskipunarlaga þessara falla úr gildi stjórnarskipunarlög nr. 33 frá 17. júní 1944 með áorðnum breytingum.
Ákvæði til bráðabirgða
Þrátt fyrir ákvæði 10. mgr. 39. gr. nægir samþykki einfalds meirihluta atkvæða á Alþingi til að breyta lögum um kosningar til Alþingis til samræmis við stjórnarskipunarlög þessi eftir að þau taka gildi.
Þegar sú breyting hefur verið gerð fellur ákvæði þetta úr gildi.