Framhald af Stjórnarskrárklúður 2
Um 2. gr.
2. gr. stjórnarskrárinnar er svohljóðandi:
Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið."
Stjórnlagaráð leggur til eftirfarandi breytingu:
Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdarvaldið. Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið."
Athugasemd:
Forseta Íslands er í tillögu stjórnlagaráðsins, í 60. gr., falið það hlutverk að staðfesta lög sem Alþingi hefur samþykkt eða synja um staðfestingu. Það fer því betur að 2. greinin verði eins og ég legg til. Breytingartillaga Stjórnlagaráðs er nánast aðeins orðalagsbreyting á 2. greininni og gæti gengið. Best væri að greinin væri óbreytt en ef henni væri breytt færi betur fara að hafa greinina án óþarfa málalenginga og hún væri þannig:
Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti Íslands og ríkisstjórn fara með framkvæmdavaldið. Dómstólar fara með dómsvaldið."
Flokkur: Bloggar | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»