Stjórnarskrárklúður 4

 

Framhald af Stjórnarskráarklúður 3

Um 4. gr.

Stjórnlagaráð leggur til að 4. gr. stjórnarskrárinnar verði eftirfarandi:

„Rétt til íslensks ríkisfangs öðlast þeir sem eiga foreldri með íslenskt ríkisfang. Ríkisborgararéttur verður að öðru leyti veittur samkvæmt lögum. Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti. Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hvaða sakir sé hægt að vísa þeim úr landi."

Athugasemd :

Stjórnlagaráð virðist ekki hafa hugað að því að þeir sem koma til landsins og fá íslenskt ríkisfang geta verið fullorðnir einstaklingar sem eiga fullorðin börn öðrum löndum. Þau börn geta mörgum ástæðum verið óæskilegir innflytjendur, t.d. verið fíklar og glæpamenn. Ekki á að vera sjálfgefið að fullorðin börn innflytjenda fái ríkisfang með foreldrum sínum.

Breytingartillaga mín er því:

Inn í greinina komi á eftir: Rétt til íslensks ríkisfangs : "öðlast þeir sem við fæðingu eða eru innan 18 ára aldurs og eiga foreldri með íslenskt ríkisfang."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband