Stjórnarskrárklúður 5

 

Framhald af stjórnarskrárklúður 4    

Um 5. grein stjórnarskrárfrumvarpsins.

Stjórnlagaráð leggur til að 5. greinin verði ný grein sem komi í stað núverandi 5. gr. sem fjallar um forsetakjör. Tillaga Stjórnlagaráðs:

„Stjórnvöldum ber að tryggja að allir fái notið þeirra réttinda og þess frelsis sem í þessari stjórnarskrá felast. Allir skulu virða stjórnarskrá þessa í hvívetna, sem og þau lög, skyldur og réttindi sem af henni leiða."

Breytingartillaga mín:

Greinin verði svohljóðandi:

„Allir skulu jafnir að því að njóta þeirra réttinda sem þessi stjórnarskrá veitir"

Athugasemd:

Hvað er átt við með greininni eins og ráðið leggur til að hún sé? Tillagan virðist mest vera orðin tóm og eiga ekkert erindi í stjórnarskrá. Aðrar greinar frumvarpsins  fjalla um réttindi borgaranna. Greinin er óþörf. Óþarft er að taka það fram að borgarar njóti þeirra réttinda sem stjórnarskrá kveður á um að menn njóti. Liggur það ekki í augum uppi að svo skuli vera þar sem stjórnarskrá er grundvallarlög lýðveldisins. Auk þess er vafasamt að nota orðið "tryggja" í þessu sambandi. Stjórnvöld geta aðeins tryggt að þau sjálf brjóti ekki á borgurunum. Önnur lög eru um það þegar brotið er á borgurum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband