Framhald af stjórnarskrárklúður 5
Um 7. grein stjórnarskrárfrumvarpsins.
Tillaga Stjórnlagaráðs um 7. grein nýrrar stjórnarskrár.
Allir hafa meðfæddan rétt til lífs."
Breytingartillaga: Greinin falli niður
Athugasemd:
Greinin virðist orðagjálfur eitt og því á að fella hana niður eða orða hana skýrar. Þetta er ein af þeim greinum í frumvarpi Stjórnlagaráðs sem virðist sett fram af lítilli hugsun. Í lögun eru ákvæði, sem flestum eru kunn, sem leggja bann við því að deyða menn og er mönnum refsað harðlega fyrir geri menn slíkt. Auk þess eru í stjórnarskránni og frumvarpinu ákvæði þess efnir að aldrei megi lögleiða dauðarefsingu.