Stjórnarskrárklúður 7

 

Um 8. grein frumvarps Stjórnlagaráðs

Ráðið leggur til að greinin verði eftirfarandi:

„Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna."

Breytingartillaga:

Greinin verði svohljóðandi eins og hún er skv. 71. gr. núgildandi stjórnarskrár:

 „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu."

Athugasemd:

Greinin eins og hún er orðuð í frumvarpinu virðist að mestu orðin tóm, orðagjálfur. Gert er ráð fyrir því í frumvarpsgreininni að „tryggður sé réttur til að lifa með reisn." Óskýrt er hvað er átt við. Hverjir hafa ekki rétt til að lifa með reisn? Erfitt er að sjá hvernig má tryggja má slíkan rétt samkvæmt venjulegum skilningi á orðinu að tryggja eitthvað. „Og margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna." Mjög óljóst. Eins og greinin er í tillögu ráðsins er greinin orðin tóm og tilgangslaus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband