6.8.2012 | 09:37
Stjórnarskrárklúður 15
Um 23. grein.
Stjórnlagaráð leggur til að greinin verði eftirfarandi:
Allir eiga rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er. Öllum skal með lögum tryggður réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu."
Breytingartillaga:
Fyrri setningin falli niður og í seinni setningunni verði orðinu jafn" bætt inn fyrir framan réttur til... og orðið fullnægjandi falli niður.
Athugasemd :
Greinin eins og lagt er til að hún sé er ekki hæf í stjórnarskrá. Er ekki ávallt umdeilanlegt hvað unnt er að tryggja og gera í heilbrigðismálum? Og að njóta að hæsta marki sem unnt er! Hvað merkir það í raun? Mikill munur er á því sem unnt er að gera og þess sem kleift er að gera kostnaðar vegna eða er skynsamlegt er af ýmsum ástæðum. Einnig er og verður ávallt deiluefni hvað sé fullnægjandi heilbrigðisþjónusta. Hver ákveður hvað sé fullnægjandi?