6.8.2012 | 14:14
Stjórnarskrárklúður 16
Um 24. gr.
Stjórnlagaráð leggur til að greinin verði eftirfarandi:
Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Öllum þeim, sem skólaskylda nær til, skal standa til boða menntun án endurgjalds. Menntun skal miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýninni hugsun og vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur."
Athugasemd:
Að tryggja öllum rétt til menntunar og fræðslu við sitt hæfi er orðalag sem unnt er að teygja út og suður. Hvernig eiga lögin að vera til að þau standist stjórnarskrána? Þarna eiga aðeins vera ákvæði sem tryggja landsmönnum jafnan rétt samkvæmt þeim lögum sem gilda.