Stjórnarskrárklúður 17

 

Um 25. grein.

Stjórnlagaráð leggur til að greinin verði eftirfarandi:

„Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þau kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum ef almannahagsmunir krefjast.

Í lögum skal kveða á um rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða, svo sem hvíldar, orlofs og frítíma. Öllum skal tryggður réttur til sanngjarnra launa og til að semja um starfskjör og önnur réttindi tengd vinnu."

Athugasemd:

Mjög umdeilanlegt er hvað eru mannsæmandi vinnuskilyrði. Enn umdeilanlegra er hvað séu sanngjörn laun og ósennilegt er að launþegahreyfingarnar í landinu fallist á að laun félaga í þeim séu yfirleitt sanngjörn þótt um þau hafi verið samnið. Seinni málsgrein þessarar greinar er óhæf í stjórnarskrá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband