8.8.2012 | 14:41
Stjórnarskrárklúður 20
Um 35. grein.
Stjórnlagaráð leggur til að greinin verði eftirfarandi:
Stjórnvöldum ber að upplýsa almenning um ástand umhverfis og náttúru og áhrif framkvæmda þar á. Stjórnvöld og aðrir skulu upplýsa um aðsteðjandi náttúruvá, svo sem umhverfismengun.
Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila.
Við töku ákvarðana um náttúru Íslands og umhverfi skulu stjórnvöld byggja á meginreglum umhverfisréttar."
Athugasemd :
Fella ber 1. mgr. niður. Varla hafa Stjórnlagaráðsmenn gert sér grein fyrir því hvað felst í greininni. Fyrsta mgr. tillögunnar gerir ráð fyrir gríðarlega miklum rannsóknum og skýrslugjöf til almennings. sem hefði nánast enga gagnsemi í för með sér. Þá gerir náttúruvá yfirleitt ekki boð á undan sér. Vitneskja um aðsteðjandi náttúruvá verður oftast aðeins ljós fáeinum mínútum eða í mesta klukkustundum áður en hún dynur yfir. Engin veit þá hve miklar afleiðingar verða. Það er því erfitt fyrir stjórnvöld að gefa aðvaranir um slíkt. Þetta á einnig við um umhverfismengun.Það eru í gildi lög í landinu um almannavarnir. Þau lög taka á því sem ráðið vill nú setja í stjórnarskrá. Stjórnvöld og aðrir er sagt í 1. mgr. Hverjir eru þessir aðrir? 1. mgr. er ótæk í stjórnarskrá.