Stjórnarskrárklúður 21

 

Um 37. grein.

Stjórnlagaráð leggur til að greinin verði eftirfarandi:

„Alþingi fer með löggjafarvald og fjárstjórnarvald ríkisins og hefur eftirlit með framkvæmdarvaldinu svo sem nánar er mælt fyrir um í stjórnarskrá þessari og öðrum lögum."

Breytingartillaga:

Greinin verði svohljóðandi:

„Alþingi starfar í einni málstofu. Alþingi fer með löggjafarvald og fjárstjórnarvald ríkisins og hefur eftirlit með framkvæmdarvaldinu svo sem nánar er mælt fyrir um í stjórnarskrá þessari og öðrum lögum

 Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Forseti lýðveldisins staðfestir eða synjar lagafrumvarpi staðfestingar innan tveggja vikna frá því það var lagt fyrir hann. Forseti lýðveldisins getur, án atbeina ráðherra, synjað lagafrumvarpi staðfestingar. Þó getur forseti ekki synjað lagafrumvarpi staðfestingar sem samþykkt hefur verið af 2/3 hluta atkvæða fullskipaðs Alþingis.

Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum í atkvæðagreiðslunni. Dómsmálaráðherra framkvæmir  þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykkt eða synjum laga, sem forseti hefur synjað staðfestingar. Atkvæðagreiðsluna skal  framkvæma samkvæmt gildandi lögum um kosningar til Alþingis.

Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. Forseti lýðveldisins getur ákveðið að lagafrumvarp sem Alþingi fellir í atkvæðagreiðslu sé lagt undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í atkvæðagreiðslunni. Verði lagafrumvarpið samþykkt öðlast það lagildi með áritum forseta. Sé lagafrumvarpið fellt í atkvæðagreiðslunni gildir afgreiðsla Alþingis.

Lagafrumvarp um samninga við önnur ríki eða ríkjasambönd, sem samþykkt hafa verið á Alþingi, skal bera undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu krefjist minnihluti alþingismanna, sem í eru minnst 1/3 hluti fullskipaðs Alþingis þess. Um framkvæmd slíkrar atkvæðagreiðslu fer með sama hætti og um atkvæðagreiðslu um lög sem forseti lýðveldisins hefur synjað staðfestingar."

Athugasemd:

Breytingartillagan  skýrir sig sjálf. Hún er ein af mörgum hugmyndum sem eru betri en tillögur Stjórnlagaráðs. Breytingartillagan er um verulega pólitísk atriði í stjórnskipaninni og getur því verið um margar gerðir af þessari grein að ræða. En tillaga Stjórnlagaráðs er ekki nægjanlega skýr. Þessi er mun skýrari og nákvæmari.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband