Stjórnarskrárklúður 34

 

Um 90. grein.

Stjórnlagaráð leggur til að greinin verði eftirfarandi:

„Alþingi kýs forsætisráðherra. Eftir að hafa ráðfært sig við þingflokka og þingmenn gerir forseti Íslands tillögu til þingsins um forsætisráðherra. Er hann rétt kjörinn ef meirihluti þingmanna samþykkir tillöguna. Að öðrum kosti gerir forseti Íslands nýja tillögu með sama hætti. Verði sú tillaga ekki samþykkt fer fram kosning í þinginu milli þeirra sem fram eru boðnir af þingmönnum, þingflokkum eða forseta Íslands. Sá er flest atkvæði hlýtur er rétt kjörinn forsætisráðherra. Hafi forsætisráðherra ekki verið kjörinn innan tíu vikna skal Alþingi rofið og boðað til nýrra kosninga. Forsætisráðherra ákveður skipan ráðuneyta og tölu ráðherra og skiptir störfum með þeim, en ráðherrar skulu ekki vera fleiri en tíu. Forseti Íslands skipar forsætisráðherra í embætti. Forseti veitir forsætisráðherra lausn frá embætti eftir alþingiskosningar, ef vantraust er samþykkt á hann á Alþingi, eða ef ráðherrann óskar þess. Forsætisráðherra skipar aðra ráðherra og veitir þeim lausn. Ráðherrar undirrita eiðstaf að stjórnarskránni er þeir taka við embætti."

Breytingartillaga:

Greinin verði svohljóðandi:

 „Forseti lýðveldisins skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim. Ráðherrar mega ekki vera alþingismenn og gegna jafnframt embætti ráðherra. Forseti lýðveldisins felur að jafnaði þeim sem tilnefndur er af þeim samtökum eða stjórnmálaflokki sem flesta alþingismenn nýkjörins Alþingis hefur, umboð til myndunar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn skal hafa stuðning meirihluta alþingismanna eða njóta hlutleysis þeirra og þannig varin vantrausti. Verði, að mati forseta, tafir á myndun ríkisstjórnar veitir hann öðrum umboð til ríkisstjórnarmyndunar eða skipar ríkisstjórn. Ríkisstjórn fer þegar frá ef meirihluti alþingismanna samþykkir á hana vantraust. Verði ekki ný ríkisstjórn mynduð innan viku frá því vantraust var samþykkt á sitjandi ríkisstjórn skipar forseti lýðveldisins ríkisstjórn og boðar til alþingiskosninga sem fram fari innan tíu vikna frá því vantraust á ríkisstjórn var samþykkt."

Athugasemd :

Það er hægt að rökstyðja þetta í löngu máli en það á að vera óþarfi. Tillagan skýrir sig sjálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband