Stjórnarskrárklúður 28

 

Um 66. grein.

Stjórnlagaráð leggur til að greinin verði eftirfarandi:

„Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi. Tíu af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. Alþingi getur lagt fram gagntillögu í formi annars frumvarps. Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði svo og frumvarp Alþingis komi það fram. Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi. Atkvæðagreiðsla um frumvarp að tillögu kjósenda skal fara fram innan tveggja ára frá því málið hefur verið afhent Alþingi."

Breytingartillaga:

Greinin í heild falli niður.

Athugasemd:

Að tveir af hundraði kjósenda geti lagt fram þingmál hlýtur að vera mjög vafasamt af mörgum ástæðum. T.m. væri möguleiki á því að svo lítill hópur kjósenda gæti hrúgað inn fjölda grínmála í þeim tilgangi að trufla með því eðlilegt starf þingsins. Þá er erfitt að sjá einhverja lýðræðisumbót leiða af slíku. Er eðlilegt að 2% geti lagt fram frumvarp á Alþingi þegar gert er ráð fyrir að 5% atkvæða þurfi að lágmarki til að koma manni á þing? Síðan er það framkvæmdin. Í greininni er gert ráð fyrir að hægt sé að draga slíkt kjósendafrumvarp til baka. Hvernig á að gera það? Þurfa þá ekki allir í tveggja prósenta hópnum sem lögðu slíkt frumvarp fram með undirskrift sinni að samþykkja að draga það til baka? Margt fleira má taka til. Ætli þurfi ekki að hugsa þetta aðeins betur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband