Stjórnarskrárklúður 27

 

Um 65. grein.

Stjórnlagaráð leggur til að greinin verði eftirfarandi:

„Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi, ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð fram."

Athugasemd:

Ekki ættu færri en 20% atkvæðisbærra manna að geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Eitt ár væri alltof langur tími til að hafa frumvarp frá almenningi í biðstöðu. Slíkt frumvarp ætti að hafa a.m. k. sama afgreiðslutíma og t.d. stjórnarfrumvörp, eða þrjá mánuði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband