Stjórnarskrárklúður 32

 

Um 79. grein.

Stjórnlagaráð leggur til að greinin verði eftirfarandi:

„Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, er kjörtímabil endar. Forseti skal ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil".

Breytingartillaga:

 Niður falli: Forseti skal ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil.

Athugasemd:

Allar skerðingar á lýðræði eru slæmar. Það verða að vera mjög sterk rök fyrir því að hafa hömlur á því hve mörg kjörtímabil menn sem eru kosnir í almennum kosningum mega sitja í embætti eða á Alþingi. Það er erfitt að sýna fram á að það sé nauðsynlegt lýðræðinu að kjósa ekki sama forseta fleiri en þrjú kjörtímabil ef kjósendur vilja að hann sitji lengur. Sé forseti það vinsæll meðal borgaranna að þeir vilji hafa hann lengi á ekki að hamla því með ákvæðum í stjórnarskrá. Sé hann óvinsæll verður hann að sjálfsögðu felldur í kosningum.

Um langtímasetu ráðherra gegnir öðru máli en um setu forseta. Ráðherrar eru í daglegri stjórnun stofnana sem undir þá heyra. Deila út embættum og fjármunum og hafa áhrif á afgreiðslu mála á Alþingi. Þeir hafa gjarnan hagsmuni í einu kjördæmi fremur en öðrum, Forsetinn er þjóðkjörinn og störf hans eru af allt öðrum toga en störf ráðherra og þingmanna Hann hefur ekki áhrif á gang einstakra mála á Alþingi og hefur tæplega hagsmuni í einu kjördæmi fremur en öðrum.Ráðherrar eru kjörnir af þingmönnum, flokkssystkinum sínum og þeir fara með framkvæmdavald. Það er því eðlilegt að takmörk séu á setu þeirra í sama ráðuneyti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband