Stjórnarskrárklúður 31

 

Um 78. grein.

Stjórnlagaráð leggur til að greinin verði eftirfarandi:

„Forseti er kosinn í leynilegri atkvæðagreiðslu þeirra er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst eins af hundraði kosningarbærra manna og mest tveggja af hundraði. Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð. Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í lögum, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu. Að öðru leyti skal ákveða með lögum um framboð og kosningu forseta."

Athugasemd:

Ekki er ljóst hvað er átt við með því að hafa þetta ákvæði í stjórnarskrá:Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð. Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í lögum, er rétt kjörinn forseti."

Séu frambjóðendur fleiri en einn kjósa kjósendur þann sem þeir styðja til embættisins eins og verið hefur. Þannig fer forgangsröðun fram og sama niðurstaða fæst. Bara á einfaldari hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband