Stjórnarskrárklúður 35

 

Um 96. grein.

Stjórnlagaráð leggur til að greinir verði eftirfarandi:

„Ráðherrar og önnur stjórnvöld veita þau embætti er lög mæla. Hæfni og málefnaleg sjónarmið skulu ráða við skipun í embætti. Þegar ráðherra skipar í embætti dómara og ríkissaksóknara skal skipun borin undir forseta Íslands til staðfestingar. Synji forseti skipun staðfestingar þarf Alþingi að samþykkja skipunina með 2/3 atkvæða til að hún taki gildi. Ráðherra skipar í önnur æðstu embætti, eins og þau eru skilgreind í lögum, að fenginni tillögu sjálfstæðrar nefndar. Velji ráðherra ekki í slíkt embætti einn þeirra sem nefndin telur hæfasta er skipun háð samþykki Alþingis með 2/3 atkvæða. Forseti Íslands skipar formann nefndarinnar. Um nánari skipan hennar og störf skal mælt fyrir í lögum. Í lögum má kveða á um að í tiltekin embætti megi einungis skipa íslenska ríkisborgara. Krefja má embættismann um eiðstaf að stjórnarskránni."

Breytingartillaga:

Úr greininni falli:

„Þegar ráðherra skipar í embætti dómara og ríkissaksóknara skal skipun borin undir forseta Íslands til staðfestingar. Synji forseti skipun staðfestingar þarf Alþingi að samþykkja skipunina með 2/3 atkvæða til að hún taki gildi. Ákveða má með lögum að skipun í önnur embætti skuli fara fram með sama hætti."

Ákvæði um skipun í embætti dómara verði eftirfarandi:

Forseti lýðveldisins skipar dómara. Bera skal skipun dómara undir Alþingi til samþykktar. Skipun dómara í Hæstarétt Íslands skal hljóta samþykki ¾ hluta fullskipaðs Alþingis en skipun dómara Héraðsdóma 2/3 hluta atkvæða til að taka gildi. Forseti má setja dómara í dómstóla til skemmri tíma en eins árs án þess að bera það undir Alþingi. Skipun dómsvaldsins að öðru leyti verður eigi ákveðin nema með lögum."

Athugasemd:

Með ákvæðum sem eru strangari en Stjórnlagaráð leggur til og með aðkomu bæði forseta og Alþingis um embættisveitingar í dómskerfinu ætti að vera tryggt svo sem verða má að skipanir í þau embætti væru lítt umdeildar. Margar hatrammar deilur hafa orðið vegna skipunar ráðherra á dómurum. Þær deilur hafa rýrt traust á réttarfarinu og verið erfiðar þeim sem skipaðir hafa verið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband